Témpeh úr íslensku byggi large.jpeg
 

Vistvæn íslensk matvara

Lágmarkað vistspor X gerjaður matur

 
 

vörur

 

Við reynum að eiga alltaf Bygg og Quinoa tempeh á lager.

Afgreiðsla á sérpöntunum taka yfirleitt 10-14 daga

 
Témpeh úr byggi

Témpeh úr byggi

Témpeh úr lífrænu íslensku byggi.

Gerjað með vottaðri témpeh-sveppagró beint frá Indónesíu.

Næringargildi: 5 gr. prótein

Verð 2.299 kr. hvert kg. með vsk Lágmarkspöntun 5 kg.


Témpeh úr byggi og súpubaunum

Témpeh úr lífrænu íslensku byggi og súpubaunum (e. split peas). Súpubaunirnar eru bragðgóðar og auka hlutfall próteins.

Gerjað með vottaðri témpeh-sveppagró beint frá Indónesíu.

Næringargildi: 12-15% prótein

Verð 2.499 kr. hvert kg. með vsk Lágmarkspöntun 5 kg.


Témpeh úr súpubaunum

Témpeh úr súpubaunum (e. split peas). Súpubaunir eru bragðgóðar, saðsamar og prótein ríkar.

Gerjað með vottaðri témpeh-sveppagró beint frá Indónesíu.

Næringargildi: 15% prótein

2.499 kr. hvert kg. með vsk Lágmarkspöntun 5 kg.


Témpeh úr kinóa

Témpeh úr kinóa. Kinóa er sú tegund témpeh sem kom því á koppinn í Norður-Evrópu og þá útaf témpeh-borgaranum hjá veitingastaðnum Noma. Noma hefur opnað útibú í Kaupmannahöfn sem selur einungis þennan fræga borgara: Poplburger.

Gerjað með vottaðri témpeh-sveppagró beint frá Indónesíu.

Næringargildi: 12% prótein

Verð 3.299 kr. hvert kg. með vsk. Lágmarkspöntun 5 kg -


Panta témpeh

**

Panta témpeh **

Um Vegangerðina

Vegangerðin framleiðir vistvæna íslenska matvöru með grunnvörum úr plönturíkinu. Okkar helsta vara eru ýmsar tegundir af témpeh sem við framleiðum á Íslandi. Témpeh er gerjuð matvara með sérstökum sveppi frá Indónesíu og er borðað af milljarði manns daglega um víða veröld. Okkar fyrsta vara er témpeh úr lífrænu íslensku byggi. Témpeh hentar vel fyrir grænkera þar sem engar dýraafurðir eru notaðar til að búa það til. Témpeh hentar einnig vistkerum þar sem umhverfisspor er lágmarkað.

Témpeh er sveigjanleg og holl matvara. Grunnurinn í témpeh getur verið eitthvað kolvetnisríkt eins og baunir, linsur eða korn. Grunnurinn er soðinn, kældur og svo er bætt við sveppagró sem býr til témpeh innan tveggja sólarhringa. Úr verður þéttur hleifur sem er þægilegt að vinna með. Það er hægt að sneiða, hakka, grilla, baka, steikja, sjóða, kryddleggja, forma buff fyrir borgara og alls konar.

Vegangerðin hóf göngu sína 2019 og tók þátt í Gullegginu það ár. Vegangerðin var “Val fólksins” sem var kosið um á RÚV. Árið 2020 tókum við þátt í Til sjávar og sveita. Árið 2021 kom fyrsta varan okkar í verslanir: Hátíðarsteik Vegangerðarinnar.

 

Teymið

 

Kristján thors

🥗 elskar að búa til góðan mat

👨🏻‍🍳 matreiðslugráða frá Le Cordon Bleu í USA

🥇 var allan tímann á forsetalista

🐶 vinalegur og elskar hunda

🎤 Tæknivarpið + Simon.is

🇮🇸 hefur starfað við matreiðslu á Íslandi í 6 ár

🥮 vann Brauðtertu-samkeppnina með Atla og val fólksins í Gullegginu 2019

Til sjávar og sveita 2020

Atli stefán yngvason

🍱 elskar að borða góðan mat

📊 viðskiptafræðingur frá HÍ

📱 17 ár í fjarskiptum

💼 8 ár í ráðsölu – þá við markaðsmál, hugbúnaðargerð, vöruþróun, búnaðarþróun og almannatengsl

🎤 Tæknivarpið + Simon.is

🚌 frumkvöðull í ferðaþjónustu

🥚 val fólksins í Gullegginu 2019

Til sjávar og sveita 2020

 

Uppskriftir

 
 

Tempeh ragout með pasta

Innihald

1 ½ laukur smátt skorinn
2 sellerígreinar smátt skorið
2 gulrætur smátt skornar
6-8 heilir tómatar / 2 dósir
450 g saxað témpeh
3 tímíangreinar
2 hvítlausrif
1 dl vegan-rauðvín
30 g næringarger
Pastaskeljar

Leiðbeiningar

  1. Laukur, sellerí og gulrætur steikt saman í olíu þar til allt verður mjúkt.  

  2. Tómatar eru skornir niður og bætt við blöndunar og steiktir þar til þetta verður að mauki. 

  3. Söxuðum hvítlauk, timían greinum, lárviðarlaufum og rauðvíni bætt við. 

  4. Ragout er svo kryddað til með salti og pipar. 

  5. Tempehið er saxað niður í hakk, steikt í olíu við háan hita í 7-10 mínútur upp úr salti og pipar og í kjölfarið sett til hliðar. 

  6. Því næst er gnocchi soðið. 

Að lokum er öllu blandað saman og toppað með smá næringargeriSvo sjóðið þið eins mikið pasta og þið kjósið að hafa, blandið pasta og ragout saman (ef þið viljið vera flippuð geti þið skellt smá vegan-osti yfir réttinn í eldföstumóti og skellt í ofninn þar til osturinn er bráðinn).

 

Tempeh borgari

Innihald

450 gr tempeh
1 bolli  laukur
½  bolli rifnar gulrætur
4 msk næringarger
4 msk haframjöl
2 msk flaxmjöl
2 msk balsamic edik
2 msk kókossykur (má vera agave)
2 msk tamari(má vera soja sósa)
2 tsk hvítlaukur(má alltaf vera aðeins meira ;) )
2 tsk chili duft
1 tsk papriku duft

Leiðbeiningar

450 g tempeh
1 bolli  laukur
½  bolli rifnar gulrætur
4 msk næringarger
4 msk haframjöl
2 msk flaxmjöl
2 msk balsamic edik
2 msk kókossykur (má vera agave)
2 msk tamari(má vera soja sósa)
2 tsk hvítlaukur(má alltaf vera aðeins meira ;) )
2 tsk chili duft
1 tsk papriku duft

 

Tempeh Teriyaki

Innihald

Tempeh kryddlögn

450 g tempeh
6 msk grænmetissoð
2 msk tamarin (soja sósa)
1 tsk hvítlauksduft
½ tsk laukduft

Teriyakisósa

8 msk tamarin
2 tsk sesamolía
2 msk hlynsírop
2 tsk sriracha eða álíka
2 tsk hrísgrjónaedik eða eplaedik
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk maíssterkja
½ tsk liquid smoke

Leiðbeiningar

  1. Skerið tempeh í bita og gufusjóðið í um 10 mín (óþarfi en bætir bragðið) 

  2. Hrærið saman kryddlagnarhráefnunum í skál og hellið lögninni yfir tempeh og leyfið liggja í um 20 mínútur. 

  3. Skellið olíu í pönnu og steikið tempeh-bita í um 3-5 mín 

  4. Blandið Teriyakisósu-hráefnum saman í skál, og dýfið tempeh-bitum út í sósuna. 

  5. Takið tempeh-bitana úr sósunni og steikið þá á pönnu þar til þeir karmellerísast. Slökkvið svo á hita undirpönnunni og hellið rest af sósu yfir á pönnuna svo að hún þykkni aðeins.

Gott er að hafa með þessu brokkolí og hrísgrjón, toppið við vorlauk og sesamfræjum.