Græn íslensk matvara fyrir heimili, veitingastaði og veisluþjónustu

Vegangerðin er nýtt fyrirtæki sem ætlar að byrja á því að framleiða tempeh, sem er indónesískur réttur sem ekki hefur verið framleiddur hérlendis.

Tempeh er græn, gómsæt, og gerjuð matvara úr baunum, byggi og sveppagróum. Okkar ósk er að sem flestir Íslendingar hafi tækifæri á því að smakka tempeh, sem er lítið þekkt hér á landi þrátt fyrir að vera einn vinsælasti próteingjafi heims!

Fyrsta vara Vegangerðarinnar er komin í Bónus og Hagkaup! Hátíðarsteik Vegangerðarinnar er gómsæt og ljúffeng og hentar grænkerum og vistkerum 💚