Uppskriftir

Tempeh ragout með pasta

Innihald

1 ½ laukur smátt skorinn

2 sellerígreinar smátt skorið

2 gulrætur smátt skornar

6-8 heilir tómatar / 2 dósir

450 gr Tempeh saxað

3 tímíangreinar

2 hvítlausrif

1 dl vegan-rauðvín

30 gr næringarger

Pastaskeljar

Uppskrift

 1. Laukur, sellerí og gulrætur steikt saman í olíu þar til allt verður mjúkt.

 2. Tómatar eru skornir niður og bætt við blöndunar og steiktir þar til þetta verður að mauki.

 3. Söxuðum hvítlauk, timían greinum, lárviðarlaufum og rauðvíni bætt við.

 4. Ragout er svo kryddað til með salti og pipar.

 5. Tempehið er saxað niður í hakk, steikt í olíu við háan hita í 7-10 mínútur upp úr salti og pipar og í kjölfarið sett til hliðar.

 6. Því næst er gnocchi soðið.

 7. Að lokum er öllu blandað saman og toppað með smá næringargeri

  Svo sjóði
  ð þið eins mikið pasta og þið kjósið að hafa, blandið pasta og ragout saman (ef þið viljið vera flippuð geti þið skellt smá vegan-osti yfir réttinn í eldföstumóti og skellt í ofninn þar til osturinn er bráðinn).

Tempeh borgari

Innihald

450 gr tempeh

1 bolli laukur

½ bolli rifnar gulrætur

4 msk næringarger

4 msk haframjöl

2 msk flaxmjöl

2 msk balsamic edik

2 msk kókossykur (má vera agave)

2 msk tamari(má vera soja sósa)

2 tsk hvítlaukur(má alltaf vera aðeins meira ;) )

2 tsk chili duft

1 tsk papriku duft


Aðferð

 1. Skerið tempeh-hleifinn í kubba og gufusjóðið í 7-10 mín.

 2. Steikiði lauk og gulrætur á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

 3. Blandiði öllu hráefninu í matvinnslutæki og blandið létt, viljið hafa áferð á þessu.

 4. Kæliði blönduna í 2-3 klst. Þegar blandan er orðin köld skal móta borgara úr henni, ættu að verða um 6 borgarar úr þessari blöndu.

 5. Grillið/steikið þar til borgararnir eru orðnir brúnir á báðum hliðum.

 6. Skellið á brauð ásamt áleggi og sósum eftir smekk

Tempeh Teriyaki

Innihald

Tempeh kryddlögn

450 gr tempeh

6 msk grænmetissoð

2 msk tamarin (soja sósa)

1 tsk hvítlauksduft

½ tsk laukduft


Teriyakisósa

8 msk tamarin

2 tsk sesamolía

2 msk hlynsírop

2 tsk sriracha eða álíka

2 tsk hrísgrjónaedik eða eplaedik

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk maíssterkja

½ tsk liquid smoke


Aðferð

 1. Skerið tempeh í bita og gufusjóðið í um 10 mín (óþarfi en bætir bragðið)

 2. Hrærið saman kryddlagnarhráefnunum í skál og hellið lögninni yfir tempeh og leyfið liggja í um 20 mínútur.

 3. Skellið olíu í pönnu og steikið tempeh-bita í um 3-5 mín

 4. Blandið Teriyakisósu-hráefnum saman í skál, og dýfið tempeh-bitum út í sósuna.

 5. Takið tempeh-bitana úr sósunni og steikið þá á pönnu þar til þeir karmellerísast. Slökkvið svo á hita undirpönnunni og hellið rest af sósu yfir á pönnuna svo að hún þykkni aðeins.

 6. Gott er að hafa með þessu brokkolí og hrísgrjón, toppið við vorlauk og sesamfræjum.