Uppskriftir

Athugið: afþýðið Hátíðarsteikina fyrir eldun. Einnig er sniðugt að færa steikina úr pappírsforminu og yfir í eldfast mót.

Hátíðarsteik með steiktu grænmeti

Innihald

Tempeh kryddlögn

500 g Hátíðarsteik Vegangerðarinnar

500 g rósarkál (skorið í tvennt)

Hálfur blómkálshaus

4-6 gullrætur (skorinn í ræmur)

Salt+Pipar eftir þörfum

Chili flögur

2-3 matskeiðar ólífuolía eða svipað sem þolir miðlungshita

Kál, Sólskinstómatar og grænkál í salat


Sveppasósa

Flúðasveppir (skornir niður)

1 laukur (smátt skorinn)

1 skalottulaukur (smátt skorinn)

2-3 matskeiðar ólífuolía

1 teskeið næringager

120 ml kókosrjómi


Aðferð

 1. Passið að afþýða Hátíðarsteikina áður en hún er steikt, sem ætti að taka 90-120 mínútur.

 2. Byrjið á rósarkálinu þar sem það tekur lengstan tíma. Skerið af þeim rótina og svo í tvennt. Takið ysta lagið af ef það eru sjáanlegar skemmdir. Skolið af með vatni til að fjarlægja sand. Komið fyrir í eldföstumóti og kryddið með salti og pipar. Dreifið svo 2 matskeiðum af olíu yfir. Inn í ofn í 40 mín á 180°C. Í lokin er hægt að setja á viftu til að fá það stökkt

 3. Skerið gulrætur í langar ræmur og komið fyrir í eldföstu móti. Kryddið með salti og chili flögum. Dreifið 1 matskeið af olíu yfir. Inn í ofn í 30 mín með rósarkálinu.

 4. Undirbúið sósuna með því að setja olíu á djúpa pönnu eða breiðan pott. Steikið niðurskorna sveppi upp úr olíu sem þolir miðlungshita. Skerið laukana smátt og bætið við sveppina. Þegar laukurinn er orðinn nokkuð mjúkur þá bætið þið við 1 lítra af sveppa eða grænmetissoði. Sjóðið niður í 10 mínútur og bætið svo við kókosrjóma, næringageri og smá Dijon-sinnepi. Ekki er vitlaust að bæta við einhverju sætu. Kryddið með salt og pipar í lokin eftir þörfum.

 5. Hreinsið blómkálið og bútið niður í litla anga. Gufusjóðið eða steikið með smá salti þangað til gafall getur nokkuð auðveldlega stungist inn.

 6. Hitið Hátíðarsteikina í pappaforminu eða takið það úr forminu. Formið mýkir steikina en eldfast mót gerir hann stökka. ATHUGIÐ að það er hægt að opna formið ef þið viljið fá skarpari áferð utan á steikina. Hægt er að hita steikina í allt frá 10 mínútum og upp í 30 mínútur eftir smekk. Því lengur því þurrari og stekkri. Einnig er hægt að pensla yfirborðið til að gera steikina stekkri.

 7. Berið fram með smá steinselju til að vega á móti lauknum. Njótið 🍲

Tempeh ragout með pasta

Innihald

1 ½ laukur smátt skorinn

2 sellerígreinar smátt skorið

2 gulrætur smátt skornar

6-8 heilir tómatar / 2 dósir

450 gr Tempeh saxað

3 tímíangreinar

2 hvítlausrif

1 dl vegan-rauðvín

30 gr næringarger

Pastaskeljar

Uppskrift

 1. Laukur, sellerí og gulrætur steikt saman í olíu þar til allt verður mjúkt.

 2. Tómatar eru skornir niður og bætt við blöndunar og steiktir þar til þetta verður að mauki.

 3. Söxuðum hvítlauk, timían greinum, lárviðarlaufum og rauðvíni bætt við.

 4. Ragout er svo kryddað til með salti og pipar.

 5. Tempehið er saxað niður í hakk, steikt í olíu við háan hita í 7-10 mínútur upp úr salti og pipar og í kjölfarið sett til hliðar.

 6. Því næst er gnocchi soðið.

 7. Að lokum er öllu blandað saman og toppað með smá næringargeri

  Svo sjóði
  ð þið eins mikið pasta og þið kjósið að hafa, blandið pasta og ragout saman (ef þið viljið vera flippuð geti þið skellt smá vegan-osti yfir réttinn í eldföstumóti og skellt í ofninn þar til osturinn er bráðinn).

Tempeh borgari

Innihald

450 gr tempeh

1 bolli laukur

½ bolli rifnar gulrætur

4 msk næringarger

4 msk haframjöl

2 msk flaxmjöl

2 msk balsamic edik

2 msk kókossykur (má vera agave)

2 msk tamari(má vera soja sósa)

2 tsk hvítlaukur(má alltaf vera aðeins meira ;) )

2 tsk chili duft

1 tsk papriku duft


Aðferð

 1. Skerið tempeh-hleifinn í kubba og gufusjóðið í 7-10 mín.

 2. Steikiði lauk og gulrætur á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

 3. Blandiði öllu hráefninu í matvinnslutæki og blandið létt, viljið hafa áferð á þessu.

 4. Kæliði blönduna í 2-3 klst. Þegar blandan er orðin köld skal móta borgara úr henni, ættu að verða um 6 borgarar úr þessari blöndu.

 5. Grillið/steikið þar til borgararnir eru orðnir brúnir á báðum hliðum.

 6. Skellið á brauð ásamt áleggi og sósum eftir smekk

Tempeh Teriyaki

Innihald

Tempeh kryddlögn

450 gr tempeh

6 msk grænmetissoð

2 msk tamarin (soja sósa)

1 tsk hvítlauksduft

½ tsk laukduft


Teriyakisósa

8 msk tamarin

2 tsk sesamolía

2 msk hlynsírop

2 tsk sriracha eða álíka

2 tsk hrísgrjónaedik eða eplaedik

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk maíssterkja

½ tsk liquid smoke


Aðferð

 1. Skerið tempeh í bita og gufusjóðið í um 10 mín (óþarfi en bætir bragðið)

 2. Hrærið saman kryddlagnarhráefnunum í skál og hellið lögninni yfir tempeh og leyfið liggja í um 20 mínútur.

 3. Skellið olíu í pönnu og steikið tempeh-bita í um 3-5 mín

 4. Blandið Teriyakisósu-hráefnum saman í skál, og dýfið tempeh-bitum út í sósuna.

 5. Takið tempeh-bitana úr sósunni og steikið þá á pönnu þar til þeir karmellerísast. Slökkvið svo á hita undirpönnunni og hellið rest af sósu yfir á pönnuna svo að hún þykkni aðeins.

 6. Gott er að hafa með þessu brokkolí og hrísgrjón, toppið við vorlauk og sesamfræjum.