Um VegaNgerðina

Sagan

Hugmyndin um Vegangerðina varð til þegar Atli og Kristján röltu um Hlíðarnar 2019 og ræddu ástand heimsins. Þá hafði Kristján farið nýlega til Kaupmannahafnar þar sem vinur hans hafði kynnt hann fyrir Tempeh. Áhugi Kristjáns á gerjuðum mat hefur alltaf verið mikill og hann varð samstundis ástfanginn af tempeh.

Kristján kynnti Atla fyrir hugmyndinni og hvernig hægt væri að búa til ferskar bragðgóðar vistvænar vörur á Íslandi og þá sérstaklega tempeh.

Útfrá þessu hófst tilraunastarf og í kjölfarið þátttaka í Gullegginu. VegaNgerðin komst þar í topp 10 og fékk verkefnið verðlaun sem val fólksins.

Okkar hugsjón

Vegangerðin er vistvænt verkefni með ber heilsu fólks og jarðar fyrir brjósti. Vegan-matvara vex hratt í vinsældum. Langmest af vegan-matvöru er innflutt, frosin og oft er þetta unnin vara. Lítið er framleitt á landinu af ferskum próteingjöfum líkt og tempeh.

Okkar markmið er að framleiða úr hráefni ræktað á Íslandi til þess að vera vera eins sjálfbær og mögulegt er. Því bjóðum við uppá ferska grænkera matvöru, sem er næringarrík, og framleidd hér!

Teymið

Kristján Thors

Elskar að búa til góðan mat.

Kristján er með matreiðslugráðu frá Le Cordon Bleu í USA, á þeim tíma var hann allan tíman á forsetalista skólans.

Ófeiminn við að prufa nýja og spennandi hluti í matreiðslu. Stofnaði og starfar í frítíma við Tæknivarpið + Simon.is

Vann Brauðtertusamkeppnina með Atla 2019

Atli Stefán Yngvason

Elskar að borða góðan mat sem þeir félagarnir notfæra sér oft þegar kemur að þróun nýrra rétta.

Atli er menntaður viðskiptafræðingur frá HÍ sem hefur einbeitt sér seinustu 16 árin að fjarskiptabransanum auk þess að vinna að markaðsmálum, hugbúnaðargerð, vöruþróun, búnaðarþróun, almannatengslum og frumkvöðlastarfi. Stofnaði og starfar í frítíma við Tæknivarpið + Simon.is

Vann Brauðtertusamkeppnina með Kristjáni 2019

Áslaug Ellen Yngvadóttir

Finnst best að borða ferskan vistvænan mat.

Áslaug er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í krísu og öryggisstjórnun. Hún brennur fyrir umhverfismálum.

Hún er jökla-og ævintýraleiðsögumaður og hefur unnið lengi við markaðsmál og rekstur í ferðaþjónustu. Auk þess hefur hún átt kaffihús, tekið þátt í Íslandsmótum í kaffigerð, verið kónsull og verið bryti á sjó.

Hafið samband

[vegangerdin@vegangerdin.is]


Opnunartímar

Hafið samband á vegangerdin@vegangerdin.is