Vörur

VegaNgerðin er sproti sem er að spretta fram.

Við viljum byrjum rólega og gera vel. Okkar fyrsta vara er tempeh.

Tempeh

Tempeh á uppruna sinn að rekja til Indónesíu. Tempeh er indónesískt orð yfir gerjaðan mat sem bundinn er saman í hleif með sveppagró sem heitir Rhizopus. Tempeh tekur um sólarhring að gerjast og er það þá tilbúið til eldunar.

Orðið er frá að minnsta kosti 1875, en tempeh hefur orðið til fyrir nokkrum öldum á eyjunni Java. Tempeh var fyrst framleitt í Evrópu á bilinu 1946-1959.

Hvernig varð tempeh til? Er það hollt?

Matvaran varð til óvart, við framleiðslu á tofu. Afganginum af kjúklingabaununum sem notaðar voru við framleiðslu var hent í grasið. Tveimur dögum síðar varð tempeh til. Eins og Íslendingar þekkja þá er það oftast góð hugmynd að smakka skrýtna hluti sem rekist er á í náttúrunni.

Mynd af tempeh-dumplings með graslauk í sítrónusósu.

Tempeh er hollt og næringarríkt, það er próteinríkt og inniheldur einnig vítamín og steinefni. Auk þess er tempeh gerjað og inniheldur því góðgerla sem eru góðir fyrir meltinguna.

Hægt er að matreiða það á marga vegu - hægt er að steikja, baka og gufusjóða tempeh. Hér fyrir ofan er Som Tam rófusalat með tempeh. Ljúffengt!