Minna umhverfisspor

Vegan-matvæli eins og Tempeh, sem við munum sérhæfa okkur í, þurfa mun minna af náttúruauðlindum en hefðbundnari prótein-gjafar eins og t.d. kjöt.

Tempeh er búið til úr baunum, byggi og sveppum sem losa margfalt minna af gróðurhúsalofttegundum. Naut losar til að mynda 60 kg per kíló, lamb 24 kg, og jafnvel kjúklingur, sem er vistvænasta kjötið 6 kg á meðan baunir losa einungis 0.9 kg og bygg um 1,4 kg. Því er okkar vara margfalt vistvænni.

Vert er að minnast á að rannsóknir hafa leitt í ljós að flutningur á vöru er minna hlutfall losunar en ræktunin, þá er hér nýjung að tempeh er ferskt, ekki frosið, úr hráefnum sem við þekkjum.

Uppruni hráefnisins

Markmið Vegangerðarinnar er að nota eingöngu íslensk hráefni beint frá íslenskum bændum. Okkur finnst mikilvægt fyrir viðskiptavini að vita hvaðan varan kemur og hvað er í henni.